Sir Alex Ferguson

1941:
Fæddur í Govan, Glasgow 31 desember.

1957:
Gekk til liðs við Queens Park sem áhugamaður á meðan hann var lærlingur
í verkfærasmíðum.

1960:
Gekk til liðs við St. Johnstone sem hálf-atvinnumaður.

1964:
Hætti verkfærasmíðum og gekk til liðs við Dunfermline.

1967:
Gekk til liðs við Rangers fyrir 65,000 pund.

1969:
Skiptir aftur um lið, að þessu sinni fer hann til Falkirk.

1973:
Fer til Ayr, aftur sem hálf-atvinnumaður meðan hann er að reka pöbb í Glasgow.

1974:
Ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá East Stirling, en hann fór þremur mánuðum
síðar til St. Mirren.

1978:
Rekinn frá St. Mirren en er ráðinn til Aberdeen sem eru hræðilega staddir fjárhagslega.

1980:
Fyrsti titill hans í höfn þegar Aberdeen vinnur skoska meistaratitilinn.

1982:
Aberdeen vinnur skosku bikarkeppnina, vinna Rangers 4-1.

1983:
Aberdeen vinnur aftur skosku bikarkeppnina, nú vinna þeir Rangers 1-0, og vinna Evrópukeppni
bikarhafa þar sem þeir leggja Real Madrid 2-1.

1984:
Aberdeen vinna tvöfalt, deildina og bikarkeppnina þar sem þeir sigruðu Celtic í tveimur leikjum
2-1. Ferguson fær verðlaun frá OBE.

1985:
Skyndilega ráðinn þjálfari skoska landsliðsins vegna andláts Jock Stein á leik Wales og Skotlands í
undankeppninni.

1986:
Skotar slegnir út af Mexíkó í heimsmeistarakeppninni í fyrstu umferð. Ferguson yfirgefur Aberdeen
og tekur við Manchester United eftir að þeir ráku Ron Atkinson.

1990:
Fyrsti titill hans á Old Trafford eftir að þeir leggja Crystal Palace í endurteknum leik í bikarúrslitum eftir
2-2 jafntefli í fyrri leiknum.

1991:
United leggja Barcelona 2-1 í Rotterdam og þeir vinna Evrópukeppni bikarhafa.

1992:
United tekur Super cup titilinn þegar þeir vinna Rauðu stjörnuna frá Belgrad, einnig kemur deildarbikarinn
í hús eftir 1-0 sigur á Nottingham Forest, United horfir á eftir enska meistaratitlinum til Leeds í síðustu
umferðinni.

1993:
26 ára bið Manchester-manna eftir enska meistaratitlinum endar, Manchester vinnur deildina 10 stigum
á undan Aston Villa.

1994:
Ferguson leiðir Manchester United til tvöfalds sigurs, í deild og bikar þar sem þeir burstuðu Chelsea 4-0 í
úrslitaleiknum.

1995:
United endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Blackburn sem eru undir stjórn Howard Wilkinson. Þeir tapa
einnig úrslitaleik bikarkeppninar fyrir Everton.

1996:
United vinna aftur tvöfalt, en það hafði ekkert lið gert. Þeir stálu titlinum af Newcastle sem voru undir
stjórn Kevin Keegan. 'I bikarkeppninni leggja þeir Liverpool að velli 1-0 á Wembley.

1997:
Manchester komast í undanúrslit meistaradeildarinnar en eru slegnir út af Dortmund, en í sárabætur
vinna þeir deildina í fjórða sinn á fimm árum.

1998:
Slegnir út í í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Eftir að hafa leitt deilina eiginlega allt tímabilið
skutust Arsenal fram úr og stálu titlinum.

1999:
Besta tímabil í sögu Manchester, þeir vinna þrefalt sem ekkert enskt lið hafði gert, unnu
Bayern Munchen í úrslitum meistaradeildarinnar 2-1 í mjög dramatískum leik, í bikarkeppninni
unnu þeir Newcastle og í deildinni unnu þeir örugglega með Arsenal fyrir aftan sig.

2000:
Manchester vinna deildina, aftur Arsenal fyrir aftan.

01-03:
Engir fleiri titlar komnir en nú eru þeir í undanúrslitum deildarbikarsins og í 3.sæti í deildinni
og eiga s.s. ágæta möguleika á titlum í ár.


Eins og þið sáuð þá á kallinn afmæli á morgun og við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með
daginn.

Vonandi höfðuð þið ánægju af þessari grein og þarna sjáið þið kannski hversu góður þjálfari hann er.