Eins og flestir sparkáhugamenn vita hefur Zinedine Zidane verið valinn knattspyrnumaður ársins 2000 í árlegu kjöri sem landsliðsþjálfarar víðsvegar að úr heiminum standa að. Luis Figo, sem flestir sáu fyrir sér sem sigurvegara, varð í öðru sæti. Hvað finnst mönnum - eru þetta sanngjörn úrslit ?! Zidane var gersamlega á geitinni framan af hausti, skeit til dæmis ítrekað á sig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Jújú, Frakkar unnu Euro 2000 og maðurinn er náttúrulega snillingur, en var hann sá besti í ár?! Ég segi Figo. Hann stal senunni á Evrópumótinu og er búinn að vera fínn hjá Real þó hann hafi verið hægur í gang. Álit óskast!!!