Frakkinn Zinedine Zidane var í gær útnefndur besti knattspyrnumaður heims af FIFA. Zidane, sem einnig var valinn bestur árið 1998, er aðeins annar knattspyrnumaðurinn sem nær því að fá þessa viðurkenningu tvisvar en hinn er Ronaldo (1996 og 1997). Það voru 150 landsliðsþjálfarar sem sáu um valið og fékk Zidane 370 stig, Louis Figo varð annar með 329 og Rivaldo þriðji með 263.
Flestir, þar á meðal ég, áttu von á að Zidane hefði gert vonir sínar að engu þegar hann lét reka sig útaf í tveimur leikjum í röð í CL í haust og fór þar með í 5 leikja bann en landsliðsþjálfararnir virðast hafa litið framhjá því og er Zidane vel að þessari viðurkenningu kominn enda leiddi hann Frakka til sigurs á EM í sumar.
kv.