Ronaldinho og Djibril Cissé Jæja margir hafa velt því fyrir sér hvaða leikmann/menn Sir. Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man.Utd muni kaupa. En þeir sem eru efstir á óskalistanum hjá kalli er Eiður Smári Guðjohnsen, Ronaldinho og Djibril Cissé. Hann hefur lýst yfir miklum áhuga á þessum þremur og þá er spurningin hvern hann mun kaupa í janúar.

Samkvæmt því sem ég las á www.manutd.is þá eru mörg stórlið í Evrópu á eftir brasilíska snillingnum Ronaldinho sem spilar með Paris-SG í Frakklandi. Þau lið ásamt Man.Utd sem eru á eftir honum eru Inter, Juventus og Ac Milan. En því hefur verið lýst yfir að hann vilji fara frá Frakklandi þegar leikmannamarkaðir opna í janúar en hann hefur ekki gott samband við þjálfara liðsins. Kjaftasaga segir að Man.Utd sé tilbúið til að láta Diego Forlán fara frá félaginu til þess að fá peninga fyrir Ronaldinho.

Inter segist vera tilbúið til að láta Alvaro Recoba fara til Parísarliðsins í skiptum við Ronaldinho. Juve gæti látið Marcelo Salas eða Marcelo Zalayeta í skipti fyrir Ronaldinho og svo er AC. Milan að íhuga að skipta á Jon Dahl Tomasson og áðurnefndum brasilíumanni.

Miklar líkur eru taldar á því að Man.Utd kaupi Djibril Cissé frá franska liðinu Auxerre. En Cissé var einmitt á Ewood Park þegar Man.Utd beið 1-0 ósgiur gegn Blackburn. Sagt er að Laurent Blanc leikmaður Man.Utd hafi boðið honum á leikinn. Guy Roux stjóri Auxerre hefur sætt sig við að Cissé muni yfirgefa klúbbinn en ólílegt er að ekkert muni gerast í þeim málum fyrr en í sumar vegna þess að Auxerre er í Evrópukeppni félagsliða (UEFA Cup).

Kveðja
Geithafu