Rooney næsti Alan Smith? Einn 10 leikja á annan í jólum (26. des) var Everton - Birmingham og Rooney varð ungsti leikmaður úrvalsdeildarinnar til að fá rautt spjald.
Hann tæklaði leikmann Birmingham með vondum og “stjörnustæluðum” hætti. Atvikið átti sér stað þegar Rooney kom inná og eftir aðeins 15 mínútur fékk hann að líta rauða spjaldið og var í kjölfarið rekinn útaf. David Moyes sagði eftir leikinn að þetta hefði verið strangur dómur og að þessa daganna væru allir dómarar að dæma á móti þeim (dont get that? Ég meina, eru þeir ekki í 4. sæti?)


Annars spyr ég: er búið að gera Rooney að Alan Smith (farinn að brjóta af sér til að fá athygli) eftir að “pressar” (fréttarmenn) eru búnir að gera hann að stjörnu með því að preisa hann upp, og gefa honum nafnið Roonaldo + að gefa honum verðlaun sem besti yngsti maðurinn í Evrópu?

Annars var annað met slegið líka í jólaumferðinni: hinn sextán ára gamli leikmaður Leeds, James Milner varð sá yngsti til að skora og bætti þar með gamalt met Rooney (sem skoraði markið sem batt enda á sigurgöngu Arsenal), en Milner skoraði gegn Sunderland þar sem hann kom inná sem varamaður og jafnaði metin gegn Sunderland en Leeds vann leikinn 2-1 (Robbie Fowler skoraði hitt úr víti).
Rooney var 16 ára og 357 daga gamall þegar hann bætti sitt met sem fékk að vera í tvo mánuði.

Rooney missti eitt met en bætti annað ;)

Kv. Shitto