Stjóri á bæn -  enda jólin Fór á Teamtalk í kvöld og það var ekki ein einasta ný grein frá því í gær, þannig að þar á bæ hafa menn bara slappað af yfir jólanammi og skrifa ekki baun um fótbolta, enda andsk… afskakið jól, ekkert að gerast í dag. Samt haugur á morgun.
Varð bara að skrifa litla grein því mér finnst þessi mynd alveg súper, svona á jólunum en Sam Allardyce biður til almættisins að hlutirnir fari nú að breytast hjá sínum Boltonköllum.
Hann nefnilega er að biðja um að Michael Ricketts komist í stuð en hann skoraði jöfnunarmarkið gegn West Ham um daginn. Kallanginn hefur töluvert verið meiddur og ekki verið í stuði og nú vill Allardyce að hann komist í sitt fyrra form enda var hann skeinuhættur í fyrra og eftirsóttur af stóru liðunum.

Svo fengu Middlesbrough fanar fína jólagjöf þegar Steve McClaren tilkynnti að Juninho væri bara að verða hress, en jafnvel var talið að hann yrði ekkert með í vetur.
Það var nú aldeilis gleði er þeir náðu að krækja í gaurinn enda stóð hann sig prímavel með Middlesb. hér áður fyrr en meiddist svo illa strax og hann kom í haust.
Hann mun verða klár í slaginn í janúar og ég bara samgleðst honum og þeim í Middlesbrough, enda leiðinlegt þegar menn eru svona lengi frá vegna meiðsla. Hann er líka stórskemmtilegur leikmaður.
“Stór”skemmtilegur er kannski ekki réttnefni, maðurinn er ákaflega lítið stór!