Roy Keane
Ferill Roy byrjaði ekki vel hjá enskum félagssliðum þar sem enginn vildi fá hann. Það endaði svo að hann spilaði fyrir Cobh Ramblers áður en Brian Clough keypti hann til Nottingham Forrest þegar hann var 18 ára gamall. Fyrst leikur hans var á útivelli gegn þáverandi meisturum í Liverpool og í enda þess tímabils, 1991 lentu þeir í 2 sæti í bikarkeppninni. Ári síðar töpuðu Nottingham aftur á Wembley og þá gegn Manchester United 1-0. Sama tímabil féllu Nottingham í 1 deild og eltingarleikurinn á eftir Roy hófst. Manchester United fengu hann svo í raðir sínar og greiddu þá met fé fyrir hann 3.75 milljónir punda.

Drifkraftur, einbeiting og sigurvilji Roy hefur komið Manchester United oft að góðum notum. Roy gegnir varnarhlutverki, sóknarhlutverki og einstaka sinnum markvörslu. Þetta hefur gert það að verkum að honum er gjarnan líkt við Bryan Robson. Þegar tímabilið 1996-1997 endaði og Eric Cantona hætti að spila þá tók Roy Keane við fyrirliðabandinu.

En tímabilið 1997-1998 var ekki gott fyrir Roy . Snemma á tímabilinu meiddist hann og hann spilaði ekki ekki meira það tímabilið. Þá missti Manchester United af titlinum og magir kenna því um að það hafi vantað kraft og sigurvilja Roy.

Roy var fyrst valinn í Írska landsliðið 1991 og hefur verið ómissandi þáttur hjá þeim líkt og hjá Manchester United. Hann spilaði í heimsmeistarakeppnini 1994 í Bandaríkjunum, en vegna meiðsla gat hann ekki tekið þátt í undankeppni heimsmeistarakeppninar í Frakklandi og Írar komust ekki í keppnina. Tímabilið 1998-1999 endaði með glæsibrag þegar Manchester United vann þrefalt og Roy var kominn á fulla ferð. En vegna guls spjalds gegn Júventus gerði það að verkum að hann gat ekki tekið þátt í úrslitaleik meistaradeildar evrópu.

Roy er einn af vinsælustu leikmönnum Manchester United og sem dæmi þegar United vann Meistaradeild Evrópu 1999 þá linnti ekki fagnaðarlátunum fyrr en Keane lét undan fjöldanum og ávarpaði hann þótt að hann hafi ekki tekið þátt í leiknum vildu stuðningsmennirnir fá að heyra í fyrirliðanum knáa.

United gerði á dögunum nýjan samning við Keane og eftir að hann var undirritaður er Írinn skapheiti, hæðst launaði leikmaður Manchester United frá upphafi.
Why you kick my dog.