Ég tel að Ipswich sé spútnik lið ensku deildarinnar. Þeir hafa bókstaflega brillerað. Þeir eru einnig eina liðið í deildinni sem hefur skorað mark/mörk í hverjum einasta leik. Vörnin er góð, þar sem Hermann stjórnar, miðjan stendur fyrir sínu og sóknin stendur sig vel.
Í síðasta leik unnu Ipswich, Liverpool á Anfield 0-1 mæð glæsilegu marki frá öðrum sóknarmanninum. þeir eru sem stendur í 3ja sæti ensku deildarinnar á eftir Arsenal og Man Utd.
Ég held að Ipswich eigi eftir að enda í 5-6 í deildinni í vor, en Arsenal á eftir að vinna titilinn.