Gleðileg jól! Ég vil misnota aðstöðu mína og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið farið varlega í jólasteikina í kvöld. Ég læt hér fylgja nokkra fréttamola úr íslenska fótboltanum í jólagjöf ;)
____________

Fjögurra liða æfingamótinu sem að fór fram í Egilshöll lauk á laugardaginn. Í leiknum um þriðja sætið mættust Grindavík og Fram og unnu Framarar 3-1 sigur og unnu þar með bronsið. Fylkir byrjaði mun betur í úrslitaleiknum gegn ÍA. Grétar Rafn Steinsson þurfti að fara af velli strax á 1.mínútu vegna meiðsla og eftir um það bil hálftíma þurfti Hjálmur Dór Hjálmsson einnig að yfirgefa völlin af sömu orsökum. Staðan 0-0 í hálfleik. Fylkismenn skoruðu fyrsta markið Á 48.mínútu eftir mikinn atgang á teignum og var að veki Theódór Óskarsson en hann skoraði annað mark stuttu seinna og staðan 2-0. Hinn 17 ára unglingalandsliðsmaður Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk og staðan 3-0. Hinn ungi Jón Pétur Pétursson náði að minnka muninn fyrir Skagamenn og lokatölur 3-1 fyrir Fylki sem unnu því mótið.
____________

Fótbolti.net hafði samband við menn hjá knattspyrnudeild ÍA og samkvæmt því mun Ólafur Þór Gunnarsson markvörður ekki vera á förum frá félaginu heldur mun hann klára samning sinn sem rennur út næsta ár og fara í framhaldi af því út til Bandaríkjanna. Þá staðfesti hann einnig að viðræður væru við Þórð og Stefán Þórðarsyni.
____________

Lee Sharpe hefur ákveðið að fresta för sinni til Íslands að líta á aðstæður hjá Grindavík en til greina kemur að hann leiki þar í sumar. Förinni frestar hann framyfir áramót en forráðamenn Grindavíkur fullyrða að áhuginn sé enn sá sami og áður.
____________

Brann hefur krafið Teit Þórðarson, fyrrum þjálfara liðsins um 2 milljónir króna, sem hann fékk greiddar við uppgjör samnings við félagið þegar hann sagði upp störfum fyrir skömmu. Forráðamenn Brann eru æfir út í Teit fyrir að hafa aðeins 3 dögum síðar samið við Lyn. Forráðamenn Brann segja að ráðning Teits til Lyn hafi verið frágengin áður en Teitur hætti hjá Brann þar sem Teitur átti enn 2 ár eftir af samningi sínum.
_____________

Og enn og aftur: GLEÐILEG JÓL!