Teitur tekinn við Lyn Norskir fjölmiðlar grindu frá því í dag að Teitur Þórðarson sé búinn að semja við forráðamenn norska liðsins Lyn um að taka við stjórn úrvalsdeidarliðsins. Teitur sagði starfi sínu lausu sem þjálfari Brann á þriðjudag og Atle Brynestad eigandi Lyn var ekki lengi að setja sig í samband Teit. Teitur sagði í viðtali við Stöð 2 í Noregi í gær að hann vonaðist til að vera búinn að fá vinnu áður en hann heldur heim til Íslands á sunnudag í jólafrí og virðist sem svo hafi orðið. Tveir íslendingar leika með Lyn, þeir Jóhann Guðmundsson og Helgi Sigurðsson leika með Lyn.

Teitur kemur hingað til landsins í jólafrí á sunnudaginn.