Stórleikur deildarbikar keppninnar, Chelsea-United, fór fram í gærkvöldi og var bara mjög skemmtilegur leikur. Þetta byrjaði með miklum látum, Verón gaf á Forlan sem að skaut naumlega framhjá. Chelsea snéru strax vörn í sókn og uppskáru aukaspyrnu, frekar langt fyrir utan, Jimmy Floyd skaut alveg ótrúlega föstu skoti sem að Barthes tókst að verja. Scholes spilaði frammi og átti hættulegan skalla sem að fór yfir. United voru mjög hættulegir, og í raun var það varnarmönnum Chelsea að þakka að þeri voru ekki löngu búnir að skora. John Terry gerði sjaldséð mistök sem hleypti Forlan einum innfyrir en Gallas tækklaði hann hárnákvæmt og bjargaði marki. Mario Melchiot var einnig mjög góður, bjargaði á línu eftir vippu frá Giggs, og tæklaði hann líka frábærlega eftir gott samspil hjá United sem að hleypti Giggs í gegn. Chelsea átti líka sín tækifæri. Skemmtilegt spil sem að byrjaði hjá Melchiot, sem gaf á Jimmy, hann á Stanic sem að gaf boltann fyrir en Enrique De Lucas skaut naumlega framhjá. Stuttu fyrr hafði Le Saux líka næstum skorað beint úr hornspyrnu, boltinn hefði farið inn ef að Jimmy Floyd hefði náð til hans. Bráðfjörugur fyrri hálfleikur og maður taldi sig eiga von á góðu með seinni hálfleik.
En hann var ekki næstum eins fjörugur. Það liðu tuttugu mínútur þangað til að eitthvað gerðist. De Lucas gaf lága fyrirgjöf sem að rataði á Lampard, en O´Shea bjargaði. Zenden var síðan skipt inn á fyrir De Lucas. Zola gamli sýndi síðan að það er slatti eftir, þegar að honum tókst næstum því að stinga hinn eldsnögga Wes Brown af, Brown tókst þó að tækla hann og vildi Zola meina að hann ætti að fá víti. Það leit alltaf meira út fyrir að eitt mark myndi gera út um leikinn. Varnarmönnum United tókst nokkuð vel að halda aftur af sókn Chelsea sem að pressuðu mikið. Eiður var settur inná fyrir Jimmy Floyd þaegar 13 mínútur voru eftir. Og stuttu seinn kom markið sem réði úrslitum. Zola gerði mistök inná eigin vallarhelming, Beckham náði boltanum, gaf hann á Forlan sem að setti hann á milli lappanna á Cudicini. Zenden tókst næstum því að jafna, en Barthes, sem að var frábær í leiknum, varði vel. Eiður skoraði síðan fullkomlega löglegt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, en það gerist víst í boltanum.
Þetta var í það heila stórskemmtilegur leikur. Bæði lið lögðu sig mjög vel fram og gaman að sjá að þessi keppni er farin að skipta liðin einhverju máli aftur. Maður bjóst alveg eins við því að sjá bara unglingaliðin á vellinum. En maður grætur það nú samt ekki mikið að falla úr keppni, það er annar leikur við United eftir mánuð sem að skiptir mikið meira máli, og Chelsea tekur hann :)
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”