Nú er að verða ljóst að það verður einvígi milli Arsenal og Man.utd í vetur. Leicester og Ipswich fara líklegast að hægja ferðina og Ledds og Chelsea eru of langt á eftir. Og Liverpool, tja, þeir eru einfaldlega ekki nógu góðir fyrir toppliðin tvö. Þó væri gaman ef þeir næðu jafntefli á móti ManU. Önnur lið eru meðallið og það þarf ekki að ræða það frekar.
Annað er ath-vert, Arsenal virðist ganga betur án Vieira sem er mjög dulafullt því hann er án efa einn besti miðjumaður á heimi. Spurning hvort þetta sé eitthvað í hausnum á hinum leikmönnunum?