Saga Liverpool Árið 1892 var maður að nafni John Houlding sem stofnaði félagið Liverpool sá maður var viðskiptamaður og bæjarstjóri. Það gerðist nú ekki margt hjá Liverpool fyrstu árin. Tom Watson náði að vinna deildarkeppnina tvisvar á árunum 1896-1915 þá kom maður að nafni David Ashworth til Liverpool en hann var heldur styttri tíma því hann var einungis í þrjú ár en náði að vinna deildarkeppnina einu sinni.
Það gerðist ekki ýkja mikið fyrr en árið 1959 þegar maður sem hét Bill Shankly, hann var með mikið sjálfstraust og treysti ekki oft stjórnarmönnunum liðanna sem hann var hjá hverju sinni því hann fæddist í námuþorpi árið 1913 , námumennirnir fóru í verkfall en pólítíkusar sviku þá og þá var lífi enn erfiðara fyrir hann og allar aðrar námufjölskyldur. Þegar hann byrjaði var félagið búið að vera í annari deild í fimm ár og virtist ekkert vera að fara í efstu deildinna í bráðinni framtíð. Shankly sagði það að eina leiðin til að vinna væri að vinna saman. Hann hafði reynda þjálfara sér við hlið og þeir hétu Fagan, Bennet og Paisley en hann breytti ekki um þjálfaralið og með þessari ákvörðun lék hann sterkari leik en með kaup á mörgum stórstjörnum. Hann kom kom með nýtt æfingarkerfi, hann sagði þeim að hætta að hlaupa á æfingarsvæðið frá Anfield því þið hlaupið ekki á götunum í leikjum. Þeir fóru að gera fleiri boltaæfingar og stutta leiki þar sem fimm voru í liði og það var gert til að fá hraðar seningar og hraðann leik. Tímabilið 1961-1962 keypti hann leikmenn sem gjörbreytti leik liðsins og gerði þá að meisturum í annari deil það tímabil og sæti í fyrstu deild eða efstu deild eins og það var í gamla daga. Honum tókst að gera Liverpool að deildarmeisturum í fyrstu deild eftir aðeins fimm ára dvöl hjá félaginu. Næsta tímabil var komið að Evrópukeppninni og fyrstu andstæðingar Liverpool var KR frá litla Íslandi, það árið komst félagið alla leið í undanúrslit en tapaði þar á móti Inter Milan 3-1 á Anfield. Þeir unnu bikarkeppnina sama tímabil. Síðan kom alveg hræðilegt tímabil þar sem þeir lentu í sjöunda sæti í deildinni og fengu á sig sjötíu og þrjú mörk og Shankly vissi að það þyrfti að þétta varnarleikinn og það tókst hjá kallinum, Liverpool fékk einungis á sig þrjátíu og fjögur mörk á næsta tímabili en tókst ekki að vinna deildinna. Þá gerði Shank ein mikilvægustu kaup sín á ferlinum hann keypti strák að nafni
Kevin Keegan og hann byrjaði sem miðjumaður en Shank sá að hann var ekki í réttri stöðu og setti hann í framlínuna og Keegan og Toschack náðu ágætlega saman, Toschack var framherji á þeim tíma. Næsta tímabil sem sagt 1972-1973 var Liverpool óstöðvandi og hélt fyrsta sætinu eiginlega frá byrjun tímabilsins að enda og unnu Evrópukeppni, Shank var valinn framkvæmdarstjóri ársins í fyrsta skiptið. En tólfta júlí kom Shankley öllum í knattspyrnuheiminum á óvart þegar hann sagði af sér.
Þá tók til starfa maður að nafni Bob Paisley. Sem hafði verið hægri hönd Shankly’s. Tímabilið byrjaði ágætlega og endaði með því að liverpool lenti í öðru sæti tveim stigum á eftir QPR. Paisley var snillingur, hans yfirburðar þekking á leikkerfum og leikmönnum sínum. Paisley var snillingur þegar hann var að kaupa leikmenn fyrir liðið og margir hafi slegið gegn, hann keypti leikmenn eins og t.d. Rush, Souness, Daglish sem slógu allir í gegn hjá Liverpool og voru allir miklir markaskorara. Þessir hlutir gerðu hann að sigursælasta framkvæmdastjóra í sögu Enskrar knattspyrnu. Aðstoðarmenn Paisley áttu mikinn hlut í máli því hann vanmat ekki mat þeirra. Á öðru tímabili með Liverpool vann hann meistaratitilinn og UEFA cup, Paisley var mjög hógvær og sagði „Liverpool hefur verið að undirbúa þetta í fimmtán ár. Ég tók einungis við og hélt áfram”.
Á þriðja tímabili sem sagt 1976-1977 var það ljóst að lykilleikmaðurinn Kevin Keegan myndi fara að loknu tímabili. Þetta tímabil reyndist eitt besta tímabil í sögu Liverpool. Þeir unnu deildina, töpuðu í úrslitum FA cup og komust í úrslit í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skiptið og fyrir leikinn sagði Paisley „Síðast þegar ég kom til Rómar var í stríðinu, þá hertók ég borgina með Bandamönnum” og það reyndist rétt hjá honum Liverpool vann 3-1 á móti Borussia Mönchengladenbach. Aðdáendurnir höfðu áhyggjur vegna næsta tímabils því nú var Keegan seldur til Hamburgar á 550.000 pund en þá kom Paisley með budduna og keypti mann frá Celtic í Skotlandi að nafni Kenny Daglish. Liverpool vann Meistaradeild Evrópu í annað sinn í röð var hann búinn að leggja grunninn að sigursælasta liði í Evrópu. Fyrir leiktíðina 1982-1983 sagði Paisley að hann myndi hætta sem stjóri Liverpool. Þegar Liverpool var búið að vinna deildarbikarinn þá búðu leikmennirnir sig undir það að ganga upp í heiðursstúkuna á Wembley, þá höfðu leikmennirnir undirbúið óvæntan atburð því þegar þeir voru að fara upp létu þeir Paisley fara í broddi fylkingar og taka við bikarnum. Þetta var eftirminnilegasta stund á síðasta tímabili Paisley’s.
Það var nú ekkert “stórt” nafn sem varð framkvæmdarstjóri það var Joe Fagen sem hafði verið þjálfari hjá Shank og Paisley’s. Hann stoppaði stutt og var einungis í tvö tímabil. Fyrra tímabilið var stórkostlegt, þeir unnu deildina, þriðja skiptið í röð og jafnaði met Huddersfield og Arsenal frá þriðja og fjórða áratugnum. Everton var lagt af velli í Deildarbikarnum í öðrum leik liðanna því fyrsti leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Nú var stærsta stund Fagan’s handan við hornið því úrslitaleikurinn í Evrópukeppni Meistaraliða (Meistaradeildin) og þann leik unnu þeir eftir hörku spennandi vítaspyrnukeppni. Joe Fagan var fyrsti framkvæmdarstjórinn á Englandi til að vinna alla þrjá stórtiltlana á sama ári. Það var slæm byrjun hjá Liverpool í byrjun næsta tímabils því eftir 11 leiki voru þeir í 20 sæti af 22. Þá sást hvað Souness sem hafði farið til Samdoria og Rush sem var meiddur skyldu eftir sig stórt skarð í liðinu. Liðið náði að rétta úr kútnum en liðið hafnaði í öðru sæti en grannar þeirra Everton höfðu unnið deildina örugglega. Þeir komust aftur í úrslit í Evrópukeppninni en fótboltabullur höfðu rústað Heyselleikvanginum. Fagan var búinn að segja það að hann ætlaði að hætta eftir úrslitaleikinn og það gerði hann. Þegar hann steig út úr flugvélinni þá brást hann í grát og hallaði sér upp að Roy Evans og sagði við hann að hann vildi ekki að ferillin endaði svona og þessari hörmung.
Stjórnarformenn Liverpool hringdu í Kenny Daglish og spurðu hvort þeir mættu koma í heimsókn og Daglish sagði auðvitað já, síðan greindu þeir frá því að Fagan var að hætta og spurðu hvort hann vildi taka við. Daglish sagði auðvitað já. Daglish setti einn skilmáli í samningnum að Bob Paisley yrði við hlið hans fyrstu tvö árin. Daglish varð fyrsti svo kallaður player/manager eða á íslensku leikmaður/framkvæmdarstjóri og margar efasemdir voru um þá getu að geta gert þetta. Þær efasemdaraddir sloknuðu þegar þeir unnu Arsenal 2-0, svo létu efasemdaraddirnar heyra í sér þegar þeir gerðu jaftefli við Aston Villa og töpuðu á móti Newcastle og enn og aftur tókst Daglish að slökkva á þessum röddum þegar Liverpool vann sex af átta leikjum. Daglish endaði með því að vinna deildina og Deildarbikarinn. Tímabilið 1986-1987 sátu þeir uppi með tómar hendur og nú var Ian Rush farinn til Juventus og þufti hann að finna tvo leikmenn til að fylla upp í skarð Ian Rush og besta leikmanns í sögu Liverpool
Kenny Daglish. Hann hafði augastað á John Barnes sem var hjá Watford, seinna vildi Barnes fara frá Watford þá beið Daglish ekki lengi og bauð í hann 800.000 pund en Barnes var að bíða eftir tilboði frá Ítalíu sem aldrei kom svo hann gekk til liðs við Liverpool. Næsta tímabil var ótrúlegt því Liverpool var var taplaust í tuttugu og níu leikjum í röð og veðbankar á Englandi voru hræddir um 100 milljón krónu tap ef Liverpool yrði taplaust á leiktíðinni.
Það var Everton sem stoppaði sigurgöngu Liverpool. Liverpool vann deildina, tapaði óvænt gegn Wimbledon í FA cup. Tímabilið 1988-1989 átti eftir að vera sögulegt. Peter Robinson kom auga á grein í blaði að útlendingur væri að fara til Juventus og þá vissi hann hver yrði skilinn út undan og hafði strax samband við Daglish sem klófesti Ian Rush aftur. Þann 15.apríl 1989 gerðist það sem fer aldrei úr minningu áhorfenda, leikmann og þjálfara sem voru staddir á þessum leik. Liverpoolmenn voru að keppa í undanúrslitum Deilarbikarsins á móti Nottingham Forrest í Sheffield. Þegar leikurinn var byrjaður þá hrundi áhorfendastúka með því að 96 manns misstu lífið og mest allt fólk undir tvítugs lést. Tíu árum síðar var haldin minningarhátíð um þá sem létust og var þar maður að nafni Trevor Hicks sem ávarpaði samkomuna en hann hafði verið mjög óheppin og misst tvær dætur í slysinu sem vor 15 og 19 ára gamlar og þegar samkomunni lok bað Trevor alla um að syngja You’ll never walk alone.
Söngurinn fyllti Anfield Road sínum táknrænum orðum sem aldrei fyrr. Söngurinn er búinn að vera tákn Liverpool lengi. Eftir þetta áfall reyndu Liverpoolmenn að mæta í sem flestar jarðafarir en Kenny Daglish þoldi þetta ekki og hætti sem stjóri Liverpool árið 1991.
Þá kom maður sem mér finnst hafa eyðilagt Liverpool. Hann seldi marga sterkustu leikmenn Liverpool en það var einn ljós punktur í hans ferli hjá Liverpool það var að eftir að hann seldi leikmennina þá tók hann úr unga leikmenn upp sem eru núna miklar stjörnur í knattspyrnu í dag t.d. Owen, McManaman, Redknapp og Fowler. Hann var hjá því í þrjú ár og eftir hans tíð tók við maður að nafni Roy Evans þetta gerðist árið 1994 , Evans var búinn að vera þjálfari hjá Liverpool lengi og þekkti liðið en gerði enga snilld með liðið þannig að formenn Liverpool leituðu til Frakklands. Þar var maður sem stjórnaði Franska landsliðinu til sigurs á HM 1998, þá var hann spurður hvort hann vildi taka við stjórninni hjá Liverpool á endanum sagði hann já. Í dag tel hann snilling hann tók við liði sem var ekki að geta neytt og breytti því eitt af sterkustu liðum í Evrópu í dag. Þessi maður heitir Gerard Houllier. Tímabilið 2000-2001 var eitt glæsilegasta í sögu Liverpool, þeir unnu deildarbikarinn, FA cup og UEFA cup, úrslitaleikurinn í UEFA cup var besti úrslitaleikur sem leikinn hefur verið leikurinn endaði 5-4 eftir að leikmaður Alaves sem þeir voru að keppa við snerti boltann aðeins með höfðinu þannig að markvörðurinn náði ekki að verja og þannig unnu þeir. Leikur á móti Leeds fyrir u.þ.b einum og hálfum mánuði þurfti Houllier að fara í hjartaaðgerð og var í ellefu tíma aðgerð, hann bjargaðist og byrjar að stjórna um miðjan janúar.