Neil Ruddock, sem gengur undir viðurnefninu “Razor” Ruddock hjá stuðningsmönnum Crystal Palace hefur nú verið sektaður um 100 pund af aganefnd FA en þó ekki fyrir grófan leik eða kjaftbrúk. Ruddock hefur nefnilega verið sektaður fyrir að spila leik með Palace með Razor aftan á búning sínum í staðinn fyrir Ruddock. Aganefnd FA þótti þetta ekki sniðugt og sagðist ekki geta leyft mönnum að leika með viðurnefni sitt á búningunum.

Annar vandræðagemlingur, Guðjón Þórðarson, hefur verið dæmdur í 3 leikja bann og 1000 punda sekt fyrir að veitast að aðstoðardómara eftir að sonur hans Bjarni var tæklaður út við hliðarlínu á móts við varamannabekk Stoke í leik liðsins í 2. deildinni um daginn. Ef áfrýjun Guðjóns verður ekki tekin til greina fer hann í bann á þorláksmessu og því útlit fyrir að Gaui kóngur geti eytt jólunum á Íslandi.
kv.