Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér hver myndu teljast bestu kaup í ensku deildinni síðustu árin, og finnst mér að þar standi þrír upp úr. Þeir Ole Gunnar Solskjaær hjá Man Utd, Freddie Ljungberg hjá Arsenal og svo Sami Hyypia hjá Liverpool. Þessir þrír eiga það sameiginlegt að vera keyptir fyrir lítinn pening tiltöllulega óþekktir. Af öðrum sniðugum kaupum finnst mér vert að nefna kaup Alex Ferguson á Ronny Johnsen og jafnvel líka David May á sínum tíma, þá sérstaklega Johnsen. Wenger á svo auðvitað ógrynnin öll af frábærum kaupum, en nú er ég aðallega að meina leikmenn sem er keyptir nánast óþekktir eða frá óþekktum liðum. (Því myndi t.d. Vieira ekki falla í þennan flokk þar sem hann var keyptur frá Milan). Kaup Chelsea á Gus Poyet fyrir nokkrum árum tel ég líka hafa verið frábær því hann stóð sig afbragðs vel.

Ég er án efa að gleyma einhverjum smelli en það verður bara að hafa það.