Uppgjör fyrirhluta FAPL Þótt að deildin sé aðeins hálfnuð er línurnar núna farnar að skýrast ansi mikið. Deildin er nokkuð jöfn og spennan magnast´á toppnum sem á botninum.

—————Vonbrigði tímabilsins: Leeds United—————-
Já, Terry Venables hefur ekki átt sjö dagana sæla. Þeir byrjuðu tímabilið með stæl: Tveir 3-0 sigrar. En síðan hefur leiðin legið niður á við. Hann er algjörlega búinn að rústa liðinu og það eru um 5 leikmenn sem talað erum að fari þegar leikmannaglugginn opnar. Það eru þeir Oliver Dacourt, Harry Kewell, David Batty, Lee Bowyer og Mark Viduka. Samband Dacourt og “Very Teribles” hefur verðið algjör martröð og hafa þeir skipst á niðrandi orðum hvor um annan í fjölmiðlum seinustu daga. Leedsarar verða í fallbaráttu sem er ekki ásættanlegt af liði á þeirra caliber.

—————–Spútnik lið tímabilsins: Everton—————–
Þeir bláu hafa aldeilis komið á óvart í vetur og eru í 5.sæti. David Moyes hefur greinilega gert góða hluti þar á bæ og þeir komast, ef fram fer sem horfir, í Evrópu næsta vetur. Ungstirnið Wayne Rooney hefur verið aðdráttarafl þeirra og hann er, eins og allir vita, ein bjartasta von Englendinga seinust ár. Kanada/Póllin Tomasz Radzinski hefur einnig verið iðinn við kolann. Moyes vill ekki nota Rooney of mikið því hann vill að nái andlegum þroska fyrst.

——————Lið Tímabilsins: Arsenal————————
Þeir hafa leitt deildina meirihlutann og hafa heillað fjöldann með frábæru spili. Hérna er á ferð heimsklassalið og eru með galdramenn á sínum snærum. Eins og t.d. Henry , Viera, Wiltord, Bergkamp og Wiltord. Rami Shaaban hefur komið inn í liðið og hefur varið stórkostlega. Þeir hafa lengi verið með sterkustu vörn á Englandi og það hefur orðið breyting á öftustu línunni hjá þeim síðastliðinn 4ár. Frábært lið hér á ferð.

—————————–LEIKMENN——— ——————–

—————-Leikmaður Tímabilsins: Alan Shearer—————
Þessi magnaði framherji hefur átt frábært tímabil og er greinilegt að hann hefur engu gleymt. Hann hefur verið Newcastle mikilvægur í ECC og einnig búinn að skora 10 mörk í deildinni. Núna upp á síðkastið hefur verið talað um endurkomu hans í landsliðið en ólíklegt þykir að hann snúi þangað aftur. Shearer er og verður einn af mögnuðstu framherjum sem Englendingar hafa átt.

—————–Comeback ársins: Gianfranco Zola—————–
Á nánast öllu seinasta tímabili sat hann á varamannabekknum en vegna meiðsla Eiðs S. Guðjohnsen byrjaði hann inná í fyrsu leikjunum og brilleraði. Hinn smái en knái Zola hefur þegar skorað 9 mörk í deildinni þótt maðurinn sé 36 ára gamall. Maður hélt að á seinasta tímabili væri maðurinn dauður en annað kom á daginn hann hefur skorað grimmt og verið aðalmaðurinn í góðu gengi Chelsea á þessu tímabili.

—————-Markmaður tímabilsins: Carlo Cudicini————-
Einn af bestu markmönnum Evrópu. Hann er búinn að þroskast gríðarlega á þessu tímabili og varið eins og berserkur. Hann er með viðbrögð eins og köttur enda var hann verðlaunaður fyrir þessa frammistöðu sína með því að vera valinn í ítalska landsliðið. Að mínu mati er hann besti markvörður í deildinni í dag. Sá eini sem eikka gat ´gnað honum var Dudek, en hann hefur nú verið slappur upp á síðkastið. Annars er Fabien Barthez farinn að ná sínum fyrri styrk á ný.

————–Varnarmaður tímabilsins: Stephane Henchoz———–
Henchoz er gríðarlega öruggur halfsent en hefur kannski verið í skugganum á Hyypia. Hann er gríðarlega sterkur í loftinu, fljótur, frábær að staðsetja sig og tækla. Hann er svona varnarmaður sem öll lið gætu verið ánægð með að hafa. Er búinn að vera aðalsmerk Liverpool á þessu tímabili og er það honum og Hyypia að þeir hafa náð svona langt á seinustu árum. Það héldu nú margir að þegar Húlli keypti hann að þarna væri mikil mistök en annað kom á daginn.

————–Miðjumaður tímabilsins: Paul Scholes
Algjör snillingur! Þessi rauðhærði drengur er með ótrúlegan skotfót og er með mjög öruggar sendingar. Hann er hluti af þessum fræga United kjarna. Hann er þegar búinn að skora 5 mörk í deildinni og það er nú bara fínasti árangur fyrir svona miðjumann. Spil Man. Utd er þekkt og er ofast svona: Langur bolti fram á Nistelrooy sem sendir hann til baka á miðjuna, þeir spila út á kantana og boltinn fer fyrir eða út og skot - MARK. Í þessu spili hefur Scholes verið fremstur í flokki. Ef hann fær boltann fyrir utan teig, þá er eins gott fyrir markmanninn að forða sér.

————–Framherji tímabilsins: James Beattie—————-
Beattie er búinn að skora 11 mörk í deildinni núna og var valinn leikmaður Nóvember mánaðarins. Hann er gríðarlegur vinnuhestur og góður í loftinu. Það hefur verið talað um að hann verði valinn í landsliðið enn Gordon Strachan, stjóri So\'ton, hefur sagt að hann sé ekki tilbúinn í það. Alan Shearer hefur tekið undir þau orð og segir orðrétt: ,,Margir leikmenn fá tækifæri áður en þeir eiga það skilið. Beattie hefur gert það síðustu tvo til þrjá mánuði en ef hann getur það í sjö til átta mánuði þá kannski. Hann er kraftmikill leikmaður með frábær skot og er mjög góður í loftinu. Þetta lofar góðu en hann verður að vera traustari. Hann hefur átt svona tímabil áður á síðustu tveimur til þremur leiktíðum en svo hefur dofnað yfir honum. Þetta árið er hann þó hugmyndaríkari og ég vona að hann haldi áfram, ef hann gerir það fær hann tækifæri með Englandi.\"


Takk fyrir mig,
kv. vassel