Nú er búið að velja landsliðshópinn sem fer til Indlands og reynslan þar á bæ er ekki mikil(Tryggvi er reyndastur með eitthvað um 20 leiki!) Þetta er náttla alveg skiljanlegt þar sem það eru ekki margir menn lausir á þessum tíma (En common, 7 Kringar?) En leikmenn í Noregi eru víst lausir allra mála og hefði þá ekki verið ráð að hóa í Árna Gaut ? Og ef hann er af einhverjum völdum upptekinn af hverju í fjáranum Fjalar Þorgeirsson ? Ég vil hér með benda á markmann sem er með þeim betri í deildinni, amk mun betri en Fjalar, sá maður heitir Albert Sævarsson og leikur í marki Grindvíkinga. Albert lék mjög vel með Grindvík í sumar og var mikilvægur hlekkur í velgegni þeirra. Hann er mjög snöggur(frábæran sprengikraft) og hefur þroskast mikið á undanförnum árum. Albert er maður framtíðarinnar (og dagsins í dag!) og hefði þessi Indlandsferð verið fullkomin fyrir hann til að öðlast sýna fyrstu landsliðsreynslu.
En annars vona ég bara að Ísland nái amk í 8-liða úrslit,
Áfram Ísland!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _