Ég vill byrja á að játa það að ég er Leeds aðdáandi og hef verið síðan 1986 en ég verð að segja það að aldrei hefur liðið verið eins spennandi og það er þessa dagana. Á þriðjudaginn urðu þeir fyrsta enska liðið til að vinna á Ólympíuleikvangnum í Róm og eru þeir með yngsta liðið til að spila í meistaradeildinni.
En gengið í deildinni hefur ekki verið gott, nema á móti “næst bestu” liðunum (Liverpool, Arsenal og Chelsea) en það má skrifa á marga leiki í meistardeildinni, fáránlegum meiðslum og þ.a.l þreytu, en haldið þið að þeir geti haldið áfram á þessari braut ef þeir halda mannskapnum og bæta við sig sbr. Rio og nú er verið að linka þá við Robbie Keane.