Chelsea-Everton  4-1 og 3-1 Ætli að það sé ekki best að fara að tala aðeins um verðandi meistara ensku deildarinnar, Chelsea!!
Chelsea tók á móti Everton í worthington bikarkeppninni á miðvikudag og fóru létt með þá, 4-1. Gianfranco Zola, sem að hefur verið óstöðvandi undanfarið, var maður leiksins að öðrum ólöstuðum. Hann átti sendinguna á Jimmy Floyd sem að skoraði fyrsta markið, og stuttu fyrir leikhlé átti hann aðra stoðsendingu, þar sem að hann vippaði boltanum inná vítateig, þar sem að Petit tók hann og hamraði boltanum viðstöðulaust í markið, 2-0, alveg gull af marki. Rétt áður en að Zola fór af velli fyrir Eið, tók hann aukaspyrnu nálægt hornfána Everton sem að endaði í slánni. Jimmy Floyd átti síðan leikinn eftir að Zola var farinn af velli. Hann tók hornspyrnu sem að rataði beint á kollinn á Mario Stanic og staðan orðin 3-0. Jimmy tók síðan aðra hornspyrnu tveim mínútum síðar sem að vörn Everton tókst að hreinsa frá, en ekkert mál fyrir Jimmy Floyd, hann tók bara boltan aftur og nelgdi honum í markið. Everton fékk síðan víti sem að Rooney, undrabarnið mikla, tók en Carlo Cudicini varði það léttilega í horn. Everton Tókst reyndar að skora úr horninu eftir kæruleysislega vörn. Lokatölur 4-1

Þá í deildina, laugardaginn 7 des.
Everton tók á móti Chelsea á Goodison Park.
Það leið ekki langur tími þar til að Chelsea voru komnir í 1-0 eftir mark frá Stanic. Jimmy Floyd kom Chelsea í 2-0 á 28. mínútu. Everton tókst að minka muninn fyrir hálfleik, þar var að verki Naysmith sem að einnig skoraði í fyrri leiknum. Chelsea voru mikið mun sterkari í fyrri hálfleik en það átti eftir að snúast við í þeim seinni.
Everton voru talsvert öflugri í síðari hálfleik, settu gríðarlega pressu á vörn Chelsea og voru óheppnir að skora ekki þegar Campell skallaði í slánna. Helstu tíðindin í síðari hálfleik voru þegar að Grönkjær og Unsworth áttust aðeins við og dómarinn rak Unswort af velli en gaf Dananum gult spjald. Algerlega óverðskuldað og hefur Grönkjær komið U til varnar. Það var síðan enginn annar en Jesper nokkur Grönkjær sem að innsiglaði sigur Chelsea á lokamínútunni 3-1.

Chelsea eru núna komnir í annað sæti, tveim stigum á eftir Arsenal. Þeir eru búnir að tapa fæstum leikjum, fá á sig fæst mörk, skora næst flest á eftir Arsenal og eru jafnir Arsenal með sautján mörk í plús. Það verður spennandi barátta framundan, Chelsea og Man. Utd. að slást um titilinn. Og jafnvel að Liverpool og ARSEnal blandi sér í slaginn ef að þau taka sig saman í andlitinu.

Ég mun svo senda inn aðra alveg eins grein eftir leikina tvo gegn United, með smávægilegum breitingum ;)
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”