Aðstoðarmaður Sven Görans, hann Tord Grip, hefur gefið það í skyn að hugsanlega muni Svenni reyna að dobla Shearer aftur í landsliðið.
Shearer hefur verið í feiknaformi að undanförnu, hleypur um eins og veðhlaupahestur og skorað sallafín mörk.
Shearer hætti að gefa kost á sér í landsliðið eftir Evrópukeppnina 2000 til að einbeita sér að ferli sínum hjá Newcastle en margir hafa rétt upp hönd að undanförnu og beðið um hann í liðið að nýju.
Grip segir við News of the World að hugsanlega verði hann beðinn um að hugsa sig um aftur því hann sé ennþá í landsliðsklassa, en tekur þó fram að hann sé ekkert að farast úr bjartsýni um að Shearer vilji snúa aftur í landsliðið.

Margir framkvæmdastjórar hafa að undanförnu verið að skjalla Shearer og nú síðast Graham Taylor, stjóri Aston Villa, sem segir að munurinn á Villa og Newcastle hafi einmitt verið Shearer sem skoraði úrslitamarkið. Hann er býsna fylginn sér kallinn ennþá, það vantar ekki. Hinsvegar hefði maður nú haldið að þjóð eins og England ætti nú ekkert að fara á límingunum þó kall á fertugsaldri hætti í landsliðinu, einhverjir hljóta að geta skorað mörkin fyrir þá – ha.

Svo vondar fréttir fyrir Arsenal, því Rami Shaaban verður frá í a.m.k. 3 vikur vegna tognunar í mjöðm. Seaman var nú ekki orðinn heill heilsu síðast er ég vissi en þriðji kostur, Stuart Taylor er hress.
Þó kemur hér fram að Wenger er að vonast til að geta teflt fram Seaman gegn Valencia á þriðjudaginn en hann er eitthvað byrjaður að hlaupa, kallinn.
Sol Campbell verður með og Matthew Upson er kominn aftur eftir að hafa verið í láni hjá Reading.