Allt Dudek að kenna Allt Dudek að kenna, segir Houllier.
Hann var að tjá sig eitthvað og þeir á teamtalk hafa eftir honum að frammistaða Liverpool hafi gjörbreyst til hins verra eftir afdrifarík mistök hjá Dudek á móti Middlesbrough þann 9. nóv þar sem Gareth Southgate fékk að skora sigurmarkið.
Síðan hafa Púllarar aðeins fengið eitt stig í fimm leikjum og komnir í fjórða sæti eftir að hafa leitt í deildinni.
Houllier segir: “Akkúrat þegar við máttum ekki tapa þá gerist eitt atvik sem sem gerbyltir öllu (það er nú bara ansi oft sem það gerist í fótbolta – innsk. gong).
Við vörðumst vel öllum sóknartilburðum þeirra en þetta atvik gerði það að verkum að andstæðingurinn fékk þrjú stig”.
Og Houllier heldur áfram:
“Það var kraftur í liðinu en allt í einu er eins og sjálfstraustið sé farið og leikmenn hafa ekki trú á því að þeir geti unnið lengur”.
Ef leikmenn hafa ekki trú á því að þeir geti unnið ætti Houllier nú kannski að líta sér nær og ekki bauna svona á Dudek ræfilinn sem bókstaflega var aðalorsök þess að Liverpool hampaði nokkrum bikurum fyrir stuttu síðan.

Í annari klausu hvetur Houllier menn sína til að standa saman og gefast ekki upp – eftir tapið gegn Charlton.
“Öll lið ganga í gegn um erfið tímabil og vonandi er það akkúrat nú að gerast hjá okkur” segir hann.
“Þegar við eigum leikinn en skorum ekki eru það gífurleg vonbrigði og ég hef samúð með leikmönnum mínum”.
Mér persónulega fannst nú Púllarar ekki beinlínis dómínera í leiknum eins og Houllier segir þó þeir hafi átt smá sprett þarna í seinni hálfleik og úrslitin bara ekkert svo ósanngjörn. Enda var Alan Curbishley ánægður með sína Charlton karla, sérstaklega þar sem þeim hefur nú ekki gengið svo vel að skora gegn Liverpool undanfarin ár.