Man Utd aðdáendur ættu nú held að fara varlega í fagnaðarlætin eftir sigurleikina gegn Liverpool og Arsenal. Þeir eru þrátt fyrir allt ennþá þremur stigum frá toppnum og eiga eftir að fara á Highbury. Annars mega þeir eiga það að þetta varalið þeirra sem er að spila núna stendur sig betur heldur en “aðalliðið” er búið að gera í allan vetur. Ferdinand, Beckham, Keane og þessir kallar eru einfaldlega orðnir of miklar súperstjörnur til að geta spilað með hjartanu. Fyrir utan að gáfumennið hann Roy Keane er augljóslega bara orðinn snældivitlaus í hausnum og að brotna undan pressu. Fergurson gamli er líka að mínu mati bara búinn að missa touchið og hefði átt að hætta þegar hann gaf það út. Það sést best á þeim leikmannakaupum sem hann er búinn að vera gera síðustu tvö tímabil, s.b. v.Nistelroy, Veron og Ferdinand fyrir alveg gommu af pening á meðan í gamla daga bjó hann leikmennina sjálfur. Það miðast einfaldlega allt starf hans núna að því að vinna Meistaradeildina á Old Trafford í vor, by whatever means.

Hvað Liverpool varðar er ég ekki sammála þeim sem vilja Houllier í burtu. Liðið væri ennþá í algjörri meðalmennsku ef hann hefði ekki komið til sögunnar. Honum hefur þó að vísu mistekist að ná því besta út úr mörgum leikmönnum og gert nokkur slæm kaup, but hey - þeir náðu nú að vinna Worthington Cup!