Núna er Liverpool nýbúið að tapa fyrir Charlton 2-0 á útivelli og þetta er 3. tapleikurinn í röð og okkar ástkæra félag ( Liverpool ) er komið niður í 4 sætið í deildinni og ekki var langt síðan við vorum með 7 stiga forystu í deildinni og þá inni í meistaradeildinni en núna eru aðrir tímar.

Ég er að sjá það að ef Liverpool ætlar sér að vera heimsveldi á nýjan leik þá eru einstaklingar í liðinu sem eru einfaldlega ekki nógu góðir, þeir eru góðir miðað við Liverpool í dag en ekki ef við ætlum okkur sömu hluti og Arsenal, Inter og Real Madrid. Þá er ég að tala um Riise, Carragher og jafnvel Heskey. Ég er ekki að skíta yfir þessa leikmenn en þetta er bara sannleikurinn, en þessir leikmenn geta átt stjörnuleiki en verða bara að ná stöðuleika til að koma okkar liði á rétta braut. Það er ekki gaman að vera stuðningsmaður “skopparaboltaliðs”.

Svo er vörnin sem ekki fyrir svo löngu var ein langbesta vörn Evrópu er orðinn andskoti götótt og óörugg. Það sást áðan að klaufaleg mistök hjá Henchoz kostuðu fyrsta markið og þegar sóknarmaður Charlton komst innfyrir vörnina þá hljóp Hyypia hægar en amma mín og þetta er enginn kaldhæðni í mér, það mætti halda að þeir væri með prik í afturendanum.

Samt var líka eitt jákvætt við þetta allt saman er frammistaða Diouf í dag og mér fannst hann mjög skapandi og líflegur á kantinum í dag og mér finnst hann fitta miklu betur þar en Heskey.

Annars voru Charlton miklu betur í þessum leik og rétt úrslit hefðu væntanlega verið 5-2 fyrir Charlton í leiknum en þökk sé Lisbie og Kirkland þá endaði leikurinn ekki svoleiðis. Ég held líka að Houllier þarf að fara að taka til róttækra aðgerða fyrir næsta deildarleik sem VERÐUR að vinnast. Annars segjum við bless við dolluna á staðnum!

Svo hvar er Cheyrou, Vignal, Babbel, Smicer og Mellor? Mér finnst að þessir menn mættu alveg fara að koma meira til greina hjá Houllier, þ.e.a.s. ef að þeir eru ekki meiddir!
__________________________