Þessi ensku ást er nú kominn út fyrir öll velsæmismörk.
Það mætti halda að þessir íþróttafréttamenn á Stöð 2 væru fæddir og uppaldir á Englandi. Í leik Newcastle og Inter í vikunni sem leið var mikið talað um leikaraskap ítölsku leikmannana en jafnframt hleigið að því hvað hann Shearer kallin var skemmtilega lunkin við að fiska aukaspyrnur. Svona er þetta alltaf þegar ensk lið eru að spila í evrópukeppnum og það hlýtur að vera gjörsamlega óþolandi fyrir ISLENDINGA sem jú eru ekki fæddir á Englandi eins og þeir sem vinna á Stöð tvö.
Hvernig þætti Liverpool aðdáendum hér á landi ef hallaði jafn mikið á Liverpool í lýsingu nú um helgina á móti Man utd og það hallar alltaf á lið sem spila á móti enskum liðum í evrópu.
Þetta skemmir allavega leikina fyrir mér.