Slúður frá Englandi Slúðurblaðið Daily Express sagði frá því í dag að Inter Milan sé að íhuga 25 milljóna punda tilboð í Ryan Giggs hjá Man Utd. Blaðið segir líka að Inter ætli að láta Man Utd fá úrúgvæska landsliðsmanninn Alvaro Recoba á móti.

Enska tímaritið The Times sagði einnig frá því að Sir Alex Ferguson íhugi nú boð um að fá argentínska sóknarmanninn Claudio Lopez annaðhvort á “free transfer” eða á lánssamning í janúar. Lopez sem er 28 ára fór til liðs við Lazio fyrir 22 milljónir punda fyrir 2 árum.

Daily Star segir einnig að Kevin Keegan stjóri Manchester City hafi komist að því að skilaboð á spjallsíðu félagsins hafi komið af stað orðrómnum um að hann væri á förum frá félaginu en hann sá sig knúinn til þess að birta sérstaka fréttatilkynningu til að leiðrétta misskilning þess efnis í fyrradag.

The Times segir líka að Arsene Wenger ætli ekki að eyða einu penný í leikmenn í janúar.

The Sun segir að lokum að Mick Wadsworth stjóri Huddersfield hafi fengið fyrirmæli um að vera ekki með neinar óþarfar innáskiptingar í leikjum liðsins á næstunni í sparnaðarskyni svo félagið sleppi við sérstakar greiðslur til leikmanna fyrir það eitt að koma inn á.