Milan áhangendur bíða spenntir frekari fregna af því hvort “Úkraínu-sambandið”, Andryi Shevchenko og Serhyi Rebrov muni spila aftur saman hjá AC Milan. Rebrov hefur verið að láta í veðri vaka að Enska deildin hugnist sér ekki vegna of margra leikja og Milan fylgjast vel með gangi mála. Saman rifu þeir félagar í sig stórlið Evrópu í Meistaradeildinni þegar þeir léku með Dynamo Kiev (m.a. Real madrid og Barcelona) og segjast skilja hvorn annan blint á vellinum. Nú þegar leikmenn frá Úkraínu teljast með evrópskum leikmönnum mega ítölsk lið hafa eins marga slíka í sínum herbúðum og þeir vilja - þetta atriði kom í veg fyrir að Milan keyptu Rebrov sl. vor því þeir voru með fullan kvóta af “útlendingum”. Ef þeir sameinast á ný verður það vafalaust eitt alskæðast sóknarpar Serie A og fagnaðarefni hið mesta fyrir okkur Milan-menn nær og fjær. Vonum það besta.
Forza Milan!