Clarence Seedorf Hér á eftir ætla ég að fjalla um hinn feykisterka leikmann AC. Milan, Clarence Seedorf.

Clarence Seedorf fæddist í borginni Paramaribo í Súrínam 4.janúar 1976. Seedorf hefur samt hollenskt ríkisfang. Hann er 177 cm á hæð og 77 kg. Hann er miðjumaður og getur bæði spilað vinstri og hægri kant þó að hann hafi verið þekktastur fyrir leik sinn á miðri miðjunni. Seedorf spilaði upp alla yngri flokkana hjá Ajax í Hollandi og árið 1992 þá 16 ára gamall fékk hann tækifæri með aðalliði Ajax. Hann var hjá Ajax í þrjú ár og spilaði hann 63 leiki með félaginu. Þrem árum seinna eða árið 1995 gekk hann svo til liðs við ítalska liðið Sampdoria og spilaði hann 32 leiki með félaginu. Hjá Sampdoria var hann aðeins í eitt ár en árin 1996-1999 dvaldi hann hjá spænska stórveldinu Real Madrid. Með Real Madrid átti hann farsælan feril en hann varð Spánarmeistari með félaginu leiktíðina 96/97 og svo varð hann Evrópumeistari með félaginu leiktíðina 97/98. Hann spilaði 121 leik með félaginu. Eftir að hafa verið hjá Real í nokkur ár hélt hann aftur til Ítalíu og gekk hann til liðs við Inter Milan. Með Inter spilaði hann 64 leiki. En á þessu leiktímabili fór Seedorf til erkifjendanna í AC. Milan frá Inter og hefur hann verið að gera mjög góða hluti með félaginu. Einnig má geta þess að Seedorf hefur verið í hollenska landsliðinu síðan 1994.

Takk fyrir mig
kv, Geithafu