Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi Á morgun kl.16:00 leikur íslenska landsliðið vináttulandsleik gegn Eistlandi. Íslenska liðið fékk ekki að æfa á keppnisvellinum í dag frekar en síðdegis í gær, en völlurinn er ekki upp á það besta eftir mikla úrkomu í Tallinn undanfarna daga. Þess í stað var æft á gervigrasvelli en leikmenn og þjálfari fengu að skoða keppnisvöllinn. Eiður Smári er hvíldur að þessu sinni og öðrum sóknarmönnum gefið tækifæri. Tryggvi Guðmundsson verður í byrjunarliðinu en hann og Helgi Sigurðsson verða saman í sókninni á morgun.

Árni Gautur Arason
Gylfi Einarsson
Bjarni Þorsteinsson
Hermann Hreiðarsson (fyrirliði)
Ívar Ingimarsson
Þórður Guðjónsson
Arnar Gunnlaugsson
Pétur Marteinsson
Ólafur Stígsson
Tryggvi Guðmundsson
Helgi Sigurðsson

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV.