Líkur benda nú til þess að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé hættur öllum tilburðum í þá átt að kaupa Sol Campbell, leikmann Tottenham og enska landsliðsins. Heimildir innan raða United segja að Ferguson sé mjög ánægður með ungu mennina sem hafa komið inn á meðan Jaap Stam og Ronny Johnsen hafa verið fjarverandi, þá Wes Brown og Ronnie Wallwork, sem báðir eru aldir upp hjá félaginu. Þó mun ekki vera útséð um það hvort að Ferguson hefur aftur viðræður við Campbell þegar líður á næta ár en samningur leikmannsins rennur út næsta sumar.