David Beckham fyrirliði Enska landsliðsins hefur horfið í 3 vikur frá Manchester United vegna meiðsla, hann er brákaður á rifbeini.
Talið hefur verið að þetta hafi gerst þegar Man Utd. spiluðu gegn Southampton þann 2. nóvember, hann kvartaði svo síðar undan sársauka gegn Leverkusen og það kom í ljós þegar hann fór til læknis eftir leikinn.
Hann verður ekki með gegn Newcastle, Liverpool og Arsenal í ensku deildinni og leik gegn svissneska liðinu Basel í Meistaradeild Evrópu.

Annars hefur Jaap Staam sagt við Sunday Mirror að hann vilji ganga til liðs Manchester City, nágranna og erkifjendur fyrrum félaga sinna í United. Stam er sem stendur hjá Lazio í ítölsku Serie A deildinni en Man Utd hefur lögsótt ítalska félagið vegna ógreiddrar skuldar sem félagið stofnaði til við kaupin á Stam frá Utd.
“Ég veit af áhuga á mér hér á Ítalíu frá Inter, AC Milan og Juventus en áhugi minn er fyrir Englandi og þá sérstaklega Manchester City. Það myndi virkilega höfða til mín.” sagði Stam við blaðið.

Annars hefur ungi og efnilegi leikmaðurinn hjá Leeds United, Alan Smith fengið fréttir eins og heimurinn líka um að Manchester United muni bjóða í hann þegar leikmannamarkaðurinn muni opna í janúar.


Heimildir: gras.is og sportid.is

ps. þetta er ekki copy paste grein!