Owen Gaddafi Hinn brjálaði fótboltafan og sonur Colonel Gaddafi´s, Líbíuleiðtoga, vill ganga til liðs við Liverpool.
Drengurinn, El-Saadi Gadaffi á nú þegar 7,5% í Juventus í gegnum fyrirtæki sitt, Lafico. Hann er nú líka að rembast við að fá Heimsmeistarakeppnina 2010 til Líbíu og hefur haldið fundi og ráðstefnur með mætum mönnum vegna þess, en Afríka þykir nokkuð líkleg. Þó er Suður-Afríka talin líklegri, enn sem komið er.
Hann viðurkennir alveg að England heillar og helst vill hann Liverpool og hefur boðist til að setja pening í nýjan væntanlegan leikvang.
“Flestir fíla fótbolta og það er góð fjárfesting í því. Aðrar þjóðir fjárfesta í hernaði en við viljum setja peningana í annað”!!!! – right-
“Við þurfum að breyta viðhorfinu til Líbíu og viljum að fólk viti fyrir hvað landið stendur”.
Ian Cotton, talsmaður Liverpool segir að engar viðræður hafi átt sér stað en bætir þó við að Gadaffi hafi verið gestur þeirra á leiknum gegn Valencia, 30. okt. Hafi hann fengið sightseeing túr um Melwood æfingarsvæðið þeirra nýja, sem kostaði 3 millur punda að setja upp, þar sem hann færði uppáhaldinu sínu honum Michael Owen sérstaka gjöf.
Þeir vilja meina að Gaddafi ætli að setja upp æfingaraðstöðu í Tripoli og hafi viljað kynna sér svæðið.
Líbíumenn hafa boðið Liverpool í ferðalag til Norður-Afríku í mai til að spila við landslið þeirra.