Allt útlit er nú fyrir að Sven Goran Erikson fái leyfi frá Lazio til að stjórna enska landsliðinu í leikjunum við Finna á Anfield og Albaníu í Tirana. Talsmaður FA sagði að þó Erikson sé samningsbundinn við Lazio fram í Júlí þá hafi FA og Cragnotti komist að samkomulagi um að hann fái frí í kringum landsleikina til að stjórna enska landsliðinu.
Því er einnig haldið fram að takist Lazio ekki að vinna Leeds í Meistaradeildinni á þriðjudaginn verði Erikson leystur undan samningi sínum hjá Lazio og geti því þegar í stað tekið við enska Landsliðinu og mun þá einnig geta stjórnað því í vináttuleiknum gegn Spánverjum í febrúar.
kv.