Okkar ástkæra knattspyrnusamband hefur orðið við beiðni Lokeren um að félagarnir Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson fái frí frá landsleiknum gegn Eistlandi miðvikudaginn 20. nóvember en Lokeren á mikilvægan leik gegn Anderlecht í belgísku deildinni föstudaginn 22.Nóv. Landsliðið verður þó ekki Arnars-laust því Arnar Gunnlaugsson er í hópnum. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Helga Kolviðsson og Atla Svein Þórarinsson í hópinn í stað lokeren-félagana. Landsliðið heldur utan á mánudaginn áleiðis til Tallin í Eistlandi með millilendingu í Köben. Leikurinn er svo á dagskrá á miðvikudaginn og hefst kl. 18.00.

Lárus Sigurðsson segir á heimasíðu WBA að hann sætti sig við ákvörðun Atla Eðvaldssonar landsliðsþjálfara um að velja sig ekki í landsliðið. Lárus segir að knattspyrnusamband Íslands hefi fullvissað sig um að atvikið eftir Skotaleikinn muni ekki hafa frekari áhrif á landsliðsferil hans og það sé úr sögunni. “Við erum með fjölda annarra leikmanna víðvegar um Evrópu sem Atli við athuga með formið á og hefur því gefið nokkrum fastaleikmönnum frí frá Eistaleiknum. Þetta hefur ekkert að gera með atvikið á barnum í Reykjavík eftir tapið gegn Skotum – það mál er afgreitt.”