einn og tveir og þrír - og fjórir Jamenn, mínir menn bara í stuði.
Þrátt fyrir að Mills væri heima, af persónulegum ástæðum, Viduka á fæðingardeildinni, Woodgate og Matteo meiddir, sem og reyndar fleiri, þá bara rúlluðu Leedsarar yfir Hapoel.
Þess ber þó að geta að þeir voru ekki beinlíniss á heimavelli, leikurinn í Flórens vegna ástandsins í Ísrael.
Venables taldi best að fara rólega í sakirnar og reyna að halda 1-0 sigrinum heima og var bara með einn mann frammi, hann Alan Smith.
Sem sagði bara ekkert mál – og setti fjögur stykki.
Radebe og Duberry voru í vörninni með Kelly og Harte, Robinson að sjálfsögðu í marki.
Miðjan var:Wilcox, Bakke, Barmby, Bowyer og Kewell sem reyndar hangir framarlega og Smith fremstur.
Ég hef nú reyndar alltaf haldið því fram að Smith sé snilli, þó ég hafi nú reyndar alveg fattað að hér eru nú ekki allir sammála mér!
Varamenn sem komu inná voru: Kilgallon, Richardson og McPhail.

Við tökum ykkur Púllarar bara í næstu umferð og ef ekki þá, þá bara seinna.
Nú er komið að okkur að vinna bikarinn, þið fáið hann ekki nú, þó svo þið fáið alltaf séns eftir að detta úr Meistaradeildinni.

Að lokum ætla ég að fara yfir þjálfaraferil Venables, þó ég sé nú ekki að deyja úr hrifningu yfir kalli, eins og áður hefur komið fram.

Crystal Palace, sumar 1976-haust 80.
Unnu aðra deildina (nú fyrstu) og 13. sæti í fyrstu.

QPR, haust 1980-vor 84.
Unnu aðra deild, 5. sæti í fyrstu (úrvals).

Barcelona, vor 1984-haust 87.
Unnu deildina season 84-85.

Tottenham, haust 1987 – sumar 91.
Þriðju í fyrstu deild (úrvals).

Enska landsliðið, jan 1994 – sumar 1996.
23 leikir, unnu 11, jafntefli 11 og eitt tap. Bara þokkalegt.

Crystal Palace, sumar 1998 – jan 99.
Héldu sér uppi í núverandi fyrstu deild!

Middlesbrough, des 2000 – jun 2001.
Hjálpaði Bryan Robson að halda þeim uppi, algjör redding. Enduðu í 14. sæti.

Leeds, 8. júli til nú.
Algjör bömmer þangað til í dag.