Keane að koma sér í vanda Núna er Roy Keane, miðjumaðurinn kjaftfori í Man Utd að koma sér í stór vandræði þar sem hann hefur gefið þá yfirlýsingu út að hann sér eftir því að hafa ekki kýlt Alan Shearer leikmann Newcastle í leik liðanna á síðustu leiktíð.

Roy Keane á yfir höfði sér kæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir þessi ummæli sín en hann er nú þegar búinn að vera dæmdur í 5 leikja bann auk þess að fá sekt uppá 35 milljónir krónur fyrir að sagt frá því í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi viljandi reynt að meiða Alf Inge Haaland, leikmann Man City í nágrannaslag liðanna.

Það er greinilegt að Keane er ekki beint orðheppinn maður þegar það kemur að kærum og leikbönnum frá enska knattspyrnusambandinu
__________________________