Í gær fór leikur Basel og Liverpool fram í síðustu umferð fyrri hluta riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og var þetta úrslitaleikur um það hvort liðið færi áfram í keppninni en Liverpool þurfti að sigra leikinn til að komast áfram en Basel nægði jafntefli.

Fyrsti hálftíminn var alveg ótrúlegur og algjör martröð fyrir stuðningsmenn Liverpool því Svissneska ostaliðið Basel var þá komið í 3-0 með mörkum á 2. 22. og 29. mínútu. Liverpool var ekki svipur að sjá og leikmenn eins og Hyypia, Murphy og Gerrard voru að spila eins og leikskólastelpur.

Svo fjaraði leikurinn út og flautað var til hálfleiks og stuðningsmenn Svissneska liðsins voru í skýjunum. En í seinni hálfleik hefur sú gleði breyst í tímabundna örvæntingu því það ótrúlega gerðist, Liverpool náði að jafna leikinn 3-3 með mörkum frá Murphy (61), Smicer (64) og Owen á 85. mínútu. Síðustu 5 mínútur leiksins voru spennuþrungnar og margar neglur hafa horfið á stuðningsmönnum beggja liða en leikmenn Basel héldu þetta út og fögnuðu áframhaldandi veru í Meistaradeildinni.

Næsta evrópuverkefni Liverpool er því UEFA keppnin og er ekkert annað en að vænta sigurs í þeirri keppni sem smá miska- og skaðabóta fyrir að hafa dottið úr þessari keppni. En Vlademir Smicer var eini leikmaður Liverpool sem hægt er að hrósa fyrir frammistöðuna sína í þessum leik, hann barðist vel og tók fína spretti á meðan Steven Gerrard feilaði á hverri sendingu ( ætli að hann sé ennþá meiddur? ) og Sami Hyypia hefur aldrei verið óöruggari í búningi Liverpool! En sem Liverpool maður getur maður verið stoltur af baráttu sinna manna í seinni hálfleik þó að það sé svekkjandi að detta úr keppninni en þá er hægt að einbeita sér ennþá meira að ensku deildinni og vonast til að stytta margra ára bið eftir Englandsmeistaratitli!

kveðja
fan
__________________________