Ég las grein þar sem að hinn snjalli markaskorari Romario sem spilar með Flamengo gagnrýndi FIFA harðlega fyrir völ þeirra á besta knattspyrnumanni heims fyrir hvert árið. Og ég er svo fyllilega sammála honum! En það sem að mig langaði að tala um er hvað það er alltaf svo augljóst hver verður valinn í hvert skiptið! Það er yfirleitt alltaf maðurinn sem er keyptur fyrir mestan pening hvert árið eða sá sem gerir samning svo að hann verði launahæsti leikmaður heims! En það sem ég er langmest fúlastur yfir er að maður eins og Sami Hyypia sem stóð sig eins og hetja í vörn Liverpool manna allt síðasta tímabil var ekki einu sinni tilnefndur í 50 manna hópinn sem er síðan valið 3 bestu úr, það er síðan YFIRLEITT ALLTAF sóknarmenn eða miðjumenn sem að eru valdir, þar sem að vörnin skiptir allveg jafnmiklu máli, ef ekki meira. Það fer allavega enginn að segja mér að Luis Figo hefði unnið þessi verðlaun ef hann hefði ekki verið dýrasti knattspyrnumaður heims. (No disrespect for Luis Figo)