Fulham sögðu nei við Stamford Bridge! Lúndúnar félagið Fulham hefur hafnað tilboði Chelsea um að nota Stamford Bridge, leikvang þeira bláu, til frambúðar. Fulham hafa verið að leika sína leiki á Loftus Road, leikvelli QPR, núna undanfarið. Hinn raunverulegi leikvangur Fulham Craven Cottage á að breyta og því er hann óleikhæfur. Ken Bates bauð Fayed 9,9% hlut í Chelsea, það mesta sem leyfilegt er samkv. lögum. Þess má geta að Fayed og Bates eru mjög nánir vinir og borða oft hádegisverð saman. Og um daginn þegar þeir voru að borða saman stakk Bates upp á því hvort Fulham vildu ekki spila á Stamford Bridge. Fayed hélt að það væri ekki mikil alvara í þessu og því var hann nokkuð hissa þegar hann fékk formlegt tilboð frá Bates.