Það fór eins og flesta grunaði að Liverpool ynni nokkuð auðveldan sigur á Stoke á Brittania leikvanginum í gær. Ég held samt að engann hafi grunað að um þvílíkt burst yrði að ræða. Leikurinn endaði 8-0 og sá Stoke aldrei til sólar ef undanskildar eru fyrstu 20 mínútur hvors hálfleiks.
Peter Thorne var þó nálægt því að koma Stoke yfir strax í byrjun þegar hann náði boltanum af Peggy Arphexad eftir slæm mistök hans en einhvernveginn tókst honum að skjóta í stöng fyrir opnu marki. Liverpool komst svo yfir eftir 6 mínútna leik með marki frá Ziege eftir sendingu frá Fowler, en hann lagði annars upp 3 mörk í leiknum og skoraði sjálfur þrennu. Stoke barðist vel allt þar til Smicer kom Liverpool í 2-0 á 26 mínútu og eftir það tók Liverpool völdin og bætti við tveimur mörkum, frá Babbel og Fowler, fyrir leikhlé. Eitthvað virðist Guðjón hafa þrumað yfir leikmönnum Stoke í leikhléinu því þeir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og á 59. mínútu opnaðist allt upp á gátt og Hyypia skoraði 5. markið. Danny Murphy skoraði svo það 6. sex mínútum síðar og Fowler innsiglaði svo sigurinn með tveimur mörkum undir lok leiksins.
Maður leiksins var án efa Robbie Fowler, sem eins og áður sagði skoraði þrennu og lagði upp þrjú mörk.
kv.