Roy Maurice Keane í landsliðið á ný? Ofbeldishneigt fífl er orð sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um Roy Keane. Hann er vissulega svolítið klikkaður kallinn en hann er engu að síður mjög góður leiðtogi úti á vellinum.

Núna þegar Mick McCarthy er hættur með Írska landsliðið, þá hafa menn verið að velta því fyrir sér hvort Keane eigi ekki að fá tækifæri aftur með liðinu. En aðrir eru enn á því að hann eigi ekki heima í því vegna málsins milli hans og McCarthy og einnig fjölda annara hluta. Seinasti leikur hans fyrir United var gegn Sunderland og þar var hann rekinn útaf fyrir að gefa fyrrum félaga sínum úr landsliðinu, Jason McAteer, olnbogaskot. Þeir voru báðir hund fúlir útí hvorn annan eftir á. Enn núna í dag hefur McAteer sagt að hann vilji leggja þetta allt á bak og burt og hann vill að Keane komi aftur.

“Ég myndi alveg vilja spila með Roy aftur,” sagði McAteer. “Eftir allt sem hefur gengið á milli okkar, líkar mér vel við hann og held að hann sé fínn.
”Það sem gerðist í leiknum er bara hluti af boltanum. Ég veit að þetta var óviðunandi og þetta var vissulega réttur dómur að senda hann útaf.
“En ég ætla ekki að labba burt og segjast hata Roy Keane, af því að ég hata hann ekki.
”Svona er boltinn bara, þegar leikurinn er búinn takast menn bara í hendur.
"Málið er að Roy Keane er heimsklassa leikmaður. Öll lið munu græða að hafa mann eins og hann í sínu liði. En við megum ekki gleyma að hann hefur verið meiddur undanfarið, þannig að hann hefði hvort eð er misst af tveim seinustu leikjunum okkar.

Ég held persónulega að Keane eigi að vera valinn aftur. Hann er klassa leikmaður með frábæra stjórnunarhæfileika. Keane gaf út þá yfirlýsingu eftir HM að hann myndi aldrei spila með Írum ef að McCarthy væri enn við stjórnartauminn.

Það hefur lengi andað köldu milli þeirra tveggja. Þetta var ekkert nýtt núna á HM. Þegar McCarthy var leikmaður og Keane var nýliði voru þeir engir perluvinir. McCarthy var um tíma fyrirliði liðsins og þá fannst honum Keane vera of hortugur.

Núna hlýtur það að vera sjálfsagtmál að Roy Keane verði valinn í Írska landsliðið aftur og þar með sjálfkrafa fyrirliði. En það er aldrei að vita hvað hann taki upp á næst. Kannski finnst honum næsti stjóri of linur, óhæfur eða einfaldlega bara fífl! En eitt er víst að við munum aldrei komast að því hvað þessi maður hugsar eða tekur upp á næst!