Filippo Inzaghi með 100 stykki Sóknarsnillingurinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan komst í sögubækurnar um helgina þegar hann skoraði sitt 100 mark í Serie A
þegar að Milan tók á móti Reggina um helgina.

“Ég er ánægður með að vera búinn að ná þessu markmiði, og líka með að vera kominn í toppform á nýjan leik. Við sýndum um helgina að þessir tveir tapleikir að undanförnu, gegn Chievo og Lens, voru aðeins tímabundin vandamál sem komu til vegna okkar eigin mistaka” sagði hann að leik loknum og bætti svo við “Nú er bara að halda uppteknum hætti”.

Nú er Inzaghi líka orðinn markahæstur í Serie A.

kv. POOLLARI