no. eitt eða tvö eða þrjú? Þegar Seaman kallinn hélt að bömmer væri að baki, koma þjóðverjar og setja salt í sár. Þeir hjá Puma buðu Paul Robinson þennan fína markmannshanska samning og stóla greinilega á að hann taki við í enska markinu, fyrr en seinna.
Piltur fékk 750 þús pund fyrir og gæti fengið meira en milljón í viðbót – ef hann spilar mikið og stendur sig vel. Þeim finnst greinilega ekki að Seaman sé góður kandídat fyrir hanska sína, en hann hefur verið með samning hjá þeim um langt skeið.
Robinson hefur verið með Puma hanska undanfarna mánuði og segist glaður með þetta, Puma hanskar séu einfaldlega bestir! Og allir kátir með það –nema kannski David!

Svo er hérna grein í Sunday Mirror, þar sem Andy Grey, gamla hetja (the voice of football) tjáir sig um markvarðarstöðuna hjá enskum:
“Seaman að missa það? Ekki vera svo viss. Ég er pottþéttur á að Erikson mun velja hann í næsta leik.
Markið gegn Brössum var “freakgoal” og ekki svo gott að gera neitt við því en hann hefði þó átt að taka boltann gegn Makedónum. Veit að Seaman viðurkennir það, ekki bara með markið, heldur átti hann einfaldlega slappan leik.
Reyndar finnst mér hann hafa verið gerður að blóraböggli fyrir allt landsliðið sem var hreint og beint hundlélegt.
Mér finnst hann og alltaf hafa verið, brilljant markmaður. Fólk er með þráhyggju yfir á hvaða aldri hann er, ef hann væri 23. væri þetta ekkert mál. Bara vegna þess að hann er á þeim aldri þar sem flestir eru að hætta eða hættir, þá fær hann svívirðilegar blammeringar fyrir hver einustu mistök!
Allir hafa rétt á að hafa skoðanir, en segið mér þá, hver á að taka við?
Fyrsti kostur væri David James. Það efast enginn um styrk hans og allir tala um að hann hafi það sem til þarf. En hefur hann það? Nei, hann á það nefnilega til að gera stórkostleg mistök. Hvaða vit er í því að skipta út markmanni sem á það til að gera mistök fyrir annan sem líka gerir mistök”?
Og Andy veður áfram:
“Mörgum finnst að Paul Robinson ætti að fara í markið. Ég vona, hans vegna, að honum verði ekki hent í djúpu laugina strax. Hann hefur ekki þá reynslu sem þarf.
Hann átti frábæra leiki í fyrra þegar Nigel Martyn meiddist og hefur staðið sig vel í haust en þrátt fyrir að fólk segi að hann myndi höndla pressuna er ég ekki svo viss”.
(innskot hjá mér; Paul hefur spilað fullt af landsleikjum fyrir U-21 og spilað í Meistaradeildinni gegn toppliðum og staðið sig glimrandi, þannig að ég er ekki alveg sammála Andy Gray. Hann er þó gamall refur sem hefur spilað – og hugsað – fótbolta í tugir ára).
Áfram Andy;
“Það sem mér finnst verst er að Kris Kirkland fái ekki að spila meira. Ég hef virkilega mikið alit á honum og sé hann fyrir mér sem góðan kost í landsliðið. Dudek var að lengja samning sinn um 4 ár og Kirkland verður bara að vona að Dudek fari að misstíga sig til að fá að spila með aðalliðinu.
Svo ef ég skoða það sem er í boði finnst mér Seaman besti kosturinn. Hann verður sjálfur að skoða það hvenær hann vill hætta og mér finnst hann ætti að vera þarna, allavega þangað til einhver stendur sig svo vel að ekki er hægt að ganga framhjá honum.
Það væri að taka stóran séns ef skipt yrði um markmann í stöðunni eins og hún er í dag”.

Já, allir eiga víst rétt á sínum skoðunum, en á teamtalk um daginn var könnun um hver ætti að vera no 1. Yfirgnæfandi meirihluti valdi Robinson, James í öðru og flestir vildu að Seaman færi bara að taka sér frí frá landsliðinu.
Svo segir Seaman sjálfur að hann ætli sko barasta ekkert að hætta í landsliðinu! –gong-