Arsenal sigraði fyrsta leikinn í fimm leikjum í dag. Arsenal hafði sigurorð af Fulham 1-0 á Luftus Road. Steve Marlet varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á þrítugustu og fyrstu mínútu leiksins. Arsenal batt því enda á taphrynu liðsins og eru vonandi komnir á sigurbraut á ný!!! Robert Pires var í hópnum í fyrsta sinn í deildarleik frá því í apríl s.l. Pires fékk hins vegar ekki að koma inná í leiknum en Arse Wenger hefur sagt það að hann vilji láta Pires jafna sig að fullu og vera kominn í gott form áður en hann fari að spila á fullu að nýju!!! Arsenal er enn í öðru sæti deildarinnar með 26 stig en Liverpool leiðir deildina með 30 stig. Arse Wenger hefur greint frá því að hann hafi engar áhyggjur af slæmu gengi liðsins í síðustu leikjum. Hann bendir á það að þegar hann þjálfaði Grampus Eight í Japan hafi félagið tapað 14 leikjum í röð þegar hann tók við. Félagið tapaði 5 leikjum í röð í byrjun næsta tímabils en þá kom 14 leikja sigurhrina.