Í byrjun leiktíðar virtist þetta verða venjuleg leiktíð hjá Liverpool en annað kom á daginn. Þeir byrjuðu strax á sigurgöngu og kepptu hvern leikinn án þess að tapa. Ég sem Liverpool fan var í byrjun ekkert að búast við einhverri rosalegri leiktíð út af ótrúlegum yfirburðum Arsenal á síðustu leiktíð og á sumar. En ég vissi að einhverntíman myndu Arsenal fara að tapa en bara ekki hvenær. Ég beið og beið eftir að sjá tap hjá arsenal og loks fara þeir að tapa og þá tapa þeir fjórum leikjum í röð og á sama tíma eru Liverpool að brillera og tímasetningin á töpum Arsenal gat ekki verið betri. Liverpool menn eru að spila mikklu betur en í byrjun leiktíðar og til dæmis má sjá það á Owen. Hann er búinn að klúðra 6 vítum af 13 sem er ótrúlegt. En hvar eru Manchester United, þeir eru í þriðja sæti 8 stigum á eftir Liverpool og Arsenal 4 stigum á eftir Liverpool. Ég hélt að Man Utd myndu spila miklu betur eftir þessi gríðarlegu kaup á Rio Ferdinand 30 millur (persónulega finst mér það allt of mikið) og svo er Alex Ferguson að fara að kaupa fleiri leikmenn þegar að leikmannamarkaðurinn opnar aftur. Eftir lélega byrjun eru Man Utd að komast á skrið. En snúum okkur aftur að Liverpool, þeir keyptu Elhadji Diouf í sumar, þeir keyptu Bruno Cheyrou, þeir keyptu Salif Diao og Alou Diarra, þeir keyptu þá 4 á innan við 30 millur og það sýnir þetta gríðarlega verð á Rio Ferdinand. En svona í endann LIVERPOOL ERU BESTIR!!!!!!!
<The Bonnie Tyler Fanclub>