hroðalegar markmannsraunir Ef þið haldið að David Seaman hafi átt erfitt milli stanganna að undanförnu ættuð þið að hugsa til hans James Leggaat. Eftir leik í Mansfileld um daginn ætlaði hann að ná moldinni af takkaskónum með því að sparka aðeins pínkupons í stöngina og steinrotaðist umsvifalaust þegar þversláin datt ofan á hausinn á honum.
Já, það er sko ekki hættulaust að vera markmaður og það fékk nú einnig að reyna hann Bernie Marsh, markmaður hjá varaliði Balcombe sem ætlaði að reyna að ná bolta sem var á leið yfir hann (Seaman-style, eins og þeir segja hjá Sunday Times) þegar hann skall á Ford Sierru sem var alltíeinu komin inn í markmannsteiginn. Áhorfandi einn sem var að flýta sér heim hafði ákveðið að taka svona “short cut” og slasaði Bernie greyið!

Hérna er svo smá viðvörun til ykkar fótboltafíkla sem eigið fjölskyldur.
Hún Joanne Bradley frá Manston í Kent, er að skilja við kall sinn , hann Neil, því hann er víst svolítið æstur aðdáandi Norwich og fer á alla leiki – líka varaliðsins.
Ekki bara það að hann málaði hjónaherbergið gult og grænt þegar hún var ekki heima heldur bauð henni í rómantískt ferðalag til Austur-Anglíu. Hún var voða glöð þangað til að hún fattaði að Norwich var þar í æfingabúðum.
Hin 36 ára Joanne kvartar og kveinar þó kallinn fíli fótbolta og segir að sonur þeirra, hann Lee, haldi ekki einu sinni með Norwich en samt sé Neil alltaf að kaupa handa honum húfur og skyrtur, trefla og könnur og hitt og þetta með Norwich merki.
Hún segir hann þó ekki alveg ómögulegan, hann muni alltaf eftir afmælisdeginum hennar. En síðasti sénsinn fór um daginn þegar hún átti afmæli og tók himinlifandi utan af velpakkaðri gjöfinni – gulum og grænum Norwich nærbuxum!

Ef taktíkin er ekki að virka 100% og liðið bara tapar er bara að bera sig eftir aðstoð – að ofan. Þeir hjá Dinamo Zagreb í Króatíu hafa beðið kaþólsku kirkjuna að redda þeim presti.
Ég er viss um að kirkjan mun hjálpa okkur, segir Ciro Blazevic og er ekki frá því að almættið sé farið að gera eitthvað í málunum. Kallinn segir kíminn; “the midfield has started moving in a mysterious way”!