bók og mannrán hjá Beckham familíunni Ekki eitt orð hefur verið skrifað en samt hefur David Beckham fengið þrjár og hálfa milljón punda í vasann fyrir ævisögu sína.
Útgefandinn er ekki í vafa um að þetta verði þvílíkur “bestseller” vegna þeirrar athygli sem Beckham nýtur, bæði innan vallar og (þó aðallega) utan.
Sá sem plataði Beckham í þetta hefur að vísu lent í smá krísu því það vill svo til að spúsa David´s, hún Victoria, ætlar sér að hafa eitthvað um málið að segja og harðneitar öllum hugmyndum um þann sem skrifa á verkið því hún vill ráða því.
Hún neitar sko að einhverjir íþróttaskríbentar fái að sjá um djobbið því hún nennir ekki að hafa einhverja sem vita ekkert um poppbransann og þurfa að kafa ofan í hann frá grunni (poppbransinn nær reyndar ekki langt út yfir Spice girls að þessu sinni).
Victoria ætlar að fá Tom “Lofty” Watt, sem kemur að handritagerð hjá “EastEnder”og þekkir vel poppbransann og á hann að fá 200 þús pund fyrir viðvikið.
Vonandi verður þó eitthvað minnst á fótbolta í ævisögu Beckhams, kannski í kafla sjö???

Löggan í London hefur nú handtekið fimm manns, fjóra karla og eina konu fyrir samsæri um að ætla að ræna Victoríu Beckham. Fólkið sem er sagt vera frá Albaníu og Rúmeníu var tekið eftir að tvær lögregluaðgerðir, sem ekki tengdust hvorri annari, í London og Surrey, gáfu til kynna að mannrán væri í gangi. Auk þess var fólkið tekið fyrir þjófnað.
Það voru blaðamenn frá News of the World sem komust á sporið og létu lögguna vita.
Victoría horfði á Beckham skrolla um í rigningunni á Old Trafford í dag á móti Southamton en þau hjónakorn fengu allar upplýsingar og þá aðstoð sem þau þurftu – strax eftir leik!


Svo ætla ég að kíkja á hvað var að gerast í enska boltanum fyrir 10 árum;
Mörk frá Rod Wallace og Lee Chapman redduðu meisturum Leeds til að ná jafntefli gegn Scunthorpe í Coca Cola bikarnum. Man ekkert hvernig þessi keppni endaði en í Sheffield valtaði Sheffield Wednesday yfir Leicester, 7-1 og þar skoruðu menn sem enn eru að og aðrir nýhættir. Gordon Watson og Mark Bright voru með tvö en Chris Bart Williams, Nigel Worthington og David Hirst með eitt hver. Þetta var í lok október.

Fyrir 20 árum skoraði Kenny Dalglish tvö og Mark Lawrenson eitt þegar Liverpool vann Brighton 3-1 og héldu þeir efsta sætinu í deildinni mánaðarmótin okt/nóv. Staðan svipuð og nú en þeir byrjuðu svaka vel þetta ár og voru að stinga af þegar þeir töpuðu fjórum í röð en unnu svo þennan.
Já, þetta er nú bara svipað og með eitt Lundúnaliðið en bara spurning hvort það kemst aftur á toppinn?

Fyrir 30 árum skoraði Martin Peters öll mörk Spurs þegar þeir möluð Man Utd 4-1 fyrir framan frekar ósátta 52,497 áherfendur – á Old Trafford.
Spurs rauk upp í sjötta sæti en Man Utd datt niður í það tuttugastaogfyrsta, takk fyrir.
Bobby Charlton skoraði mark Man Utd en Liverpool endaði októbermánuð á toppnum með 1-1 jafntefli gegn Norwich.
Októbermánuður virðist extra góður fyrir Púllara – allavega á tíu ára fresti!