loksins eru Stókarar komnir með nýjan manager því að…
Íslendingaliðið Stoke City er búið að semja við Tony Pulis um að hann taki við starfi knattspyrnustjóra félagsins en eins og fram kom í fréttum í gær hætti George Burley, fyrrum stjóri Ipswich, við á síðustu stundu að taka starfið að sér. Tilkynnt verður um ráðningu Pulis á blaðamannafundi í dag en af því er fram kemur á netmiðli BBC hefur Pulis samþykkt að gera þriggja ára samning við Stoke. Pulis hefur stýrt liðum Gillingham og Portsmouth þar sem hann hætti störfum fyrir tveimur árum.