Magnús Gylfason næsti þjálfari ÍBV ÍBV gekk í gær frá munnlegu samkomulagi við Magnús Gylfason um að hann tæki að sér þjálfun ÍBV næstu 2 árin hið minnsta. Magnús lék á árum áður m.a. með KR, Stjörnunni og Víking Ólafsvík en af þjálfaraferli hefur pilturinn þjálfað U-17 ára landslið Íslands í nokkurn tíma með góðum árangri og einnig hefur hann verið aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar með U-21 ára liðs Íslands. Auk þessa þjálfaði Magnús 2. flokk KR í 3 tímabili og urðu þeir Íslandsmeistarar tvisvar á þeim tíma.

Það er mikill léttir að vera búinn að ganga frá þessu þjálfaramáli enda ÍBV eina liðið sem ekki var með þjálfara. “Ætlunin er að skrifa undir við Magnús á allra næstu dögum en við erum þegar farnir að huga að næsta tímabili með honum og erum farnir að skoða leikmannamarkaðinn en Magnús hefur væntanlega skoðanir á því hvernig hópurinn verður styrktur fyrir næsta tímabil” sagði Viðar Elíasson á heimasíðu ÍBV. Aðspurður vildi Viðar ekki svara því hversu margir leikmenn yrðu fengnir til liðsins fyrir næsta tímabil en sagði samt sem áður að allt yrði gert til að styrkja lið okkar en innan skynsamlegra marka.