Johann Sebastian Bach Johann Sebastian Bach var þýskur organisti og tónskáld.
Hann er talinn til helstu tónskálda Barokk-tímabilsins og í raun allrar vestrænnar tónlistar. Hann er þekktastur fyrir hin veraldlegu verk sín, svo sem Brandenborgarkonsertana og Air á G-streng en hann var þar að auki eitt afkastamesta kirkjutónskáld allra tíma.