ég er semsagt að owna hann Clementi kallinn, hann hefur ekki roð í mig. En ég ætlaði nú samt að spyrja ykkur hvað ég get gert við einu vandamáli. Þegar ég er búinn að vera að æfa mig í soldinn tíma, og þá sérstaklega eftir að ég er búinn að vera að spila hraðar sextánda eða þrítugustuogannars (fjúff) parts nótur þá verð ég svo stífur í úlnliðnum og framhandleggsvöðvanum. Einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert til að bæta úr þessu?

já, ég er semsagt píanóleikari, ef þið áttuðuð ykkur ekki á því.